Ekið á barn við Hólabrekkuskóla

Ekið var á barn fyrir framan Hólabrekkuskóla við Suðurhóla í Breiðholti í morgun. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er barnið ekki alvarlega slasað. Tilkynning barst lögreglu um kl. átta.

Ekki reyndist þörf á að kalla eftir sjúkrabíl. Foreldrarnir fóru hins vegar sjálfir með barnið á slysadeild til skoðunar.

Að sögn lögreglu ók ökumaðurinn á brott. Óvíst er hvort hann, sem ekki er vitað hver er, hafi vitað að bifreiðin hafi farið utan í barnið.

Málið er í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert