Staða bankastjóra Landsbankans auglýst

Landsbankinn.
Landsbankinn. Reuters

Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að auglýsa stöðu bankastjóra. Auglýsingin mun birtast á næstu dögum. Elín Sigfúsdóttir, núverandi bankastjóri, segir í tilkynningu að hún muni ekki sækja um starfið. Hún mun þó gegna stöðunni þar til nýr bankastjóri hefur verið ráðinn.

„Ég var beðin um að stýra bankanum í gegnum þær breytingar sem upp komu í kjölfar þess ástands sem skapaðist á fjármálamarkaði í byrjun október. Ég hef frá upphafi gert mér grein fyrir því að starfið var tímabundið og mun ekki sækja um það þegar það verður auglýst. Að ósk bankaráðs mun ég sinna starfi mínu áfram þar til nýr bankastjóri hefur verið ráðinn,“ segir í tilkynningu frá Elínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert