Fulltrúar forsætisráðuneytisins og viðskiptaráðuneytisins munu hitta Robert Wade, hagfræðing og prófessor við London School of Economics, á morgun. Wade var meðal ræðumanna á opnum borgarafundi í Háskólabíói.
Wade sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi, að búast mætti við nýrri dýfu í vor, svipaðri og varð í september þegar bandaríski seðlabankinn ákvað að koma ekki í veg fyrir gjaldþrot fjárfestingarbankans Lehman Brothers.
Wade þekkir vel til mála Íslands og hefur skrifað greinar í erlend blöð um ástand efnahagsmála hér. Hann hélt meðal annars erindi á fundi á vegum viðskiptaráðuneytisins í ágúst árið 2007 hér á landi.