Guðlaugur kemur af fjöllum

00:00
00:00

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, heil­brigðisráðherra, seg­ist ekki hafa talað við Sig­ur­björgu Sig­ur­geirs­dótt­ur, stjórn­sýslu­fræðing, í marga mánuði. Hún sagðist á borg­ar­a­fundi í Há­skóla­bíói gær hafa fengið boð frá ónefnd­um ráðherra um hún ætti að tala var­lega á fund­in­um.

Sig­ur­björg var ráðgjafi í heil­brigðisráðuneyt­inu  þegar Sjúkra­trygg­inga­stofn­un var sett á lagg­irn­ar og sótti um starf for­stjóra. Stein­grím­ur Ari Ara­son var hins­veg­ar ráðinn og gagn­rýndi Sig­ur­björg ráðherr­ann fyr­ir ófag­leg vinnu­brögð og af­skipta­semi af ferl­inu.

Guðlaug­ur Þór seg­ist ekki hafa talað við Sig­ur­björgu í marga mánuði og ekki haft hug­mynd um að þessi hún ætti að tala á borg­ar­a­fundi en auðvitað eigi hún rétt á því. Hann seg­ist hafa kapp­kostað að aug­lýsa störf og velja fag­lega stjórn­end­ur og hafni því al­farið að það sé ekki unnið fag­lega í heil­brigðisráðuneyt­inu 

Sig­ur­björg Sig­ur­geirs­dótt­ir sagðist í morg­un hafa fengið um þetta skila­boð en ekki rætt við sjálf­an ráðherr­ann sem hún seg­ist enn ekki ætla að nefna með nafni. Hún ætli ekki að tala um þetta frek­ar en svona eigi ráðherr­ar ekki að haga sér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka