Sveitarstjórnir víða um land munu þurfa að hagræða umtalsvert í skólastarfi vegna um 15,5 prósenta tekjusamdráttar á þessu ári og íþyngjandi fjármagnskostnaðar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu mörg sveitarfélög þurfa að fjölga í skólabekkjum og fækka kennurum til þess að mæta þröngri rekstrarstöðu.