Húðflúraði hakakross á barn

Lögreglan á Vestfjörðum gerði húðflúrtæki mannsins upptæk.
Lögreglan á Vestfjörðum gerði húðflúrtæki mannsins upptæk.

Húðflúrunartæki karlmanns á þrítugsaldri voru gerð upptæk eftir að upp komst að hann hefði húðflúrað börn undir lögaldri. Meðal annars húðflúraði maðurinn hakakross á eitt barnanna. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

Lögreglunni á Vestfjörðum barst ábending um málið og gerði tæki mannsins umsvifalaust upptæk. Maðurinn húðflúraði ísfirsk börn undir lögaldri og án samþykkis foreldra þeirra. Mörg hver eru húðflúrin á áberandi stöðum, t.d. á fingrum. Samkvæmt frétt BB eru foreldrar barnanna slegnir enda getur reynst afar kostnaðarsamt að fjarlægja húðflúr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert