Kreppan getur dýpkað

Mótmælendur reyndu að varna ráðherrum inngöngu á ríkisstjórnarfund í morgun. Geir H. Haarde var spurður eftir fundinn um ummæli Roberts Wade prófessors við London School of Econmics sem var viðmælandi  í Katsljósinu í gær og frummælandi á borgarafundi í Háskólabíói í gær um að annað áfall í efnahagsmálum væri í vændum, jafnvel í mars, vegna heimskreppunnar. 

Geir sagðist margoft hafa bent á að Íslandi stæði í miðri alheimsfjármálakreppu. Vandamálið væri ekki einangrað við Ísland og mörg lönd væru að lenda í miklum vanda. Ísland væri hinsvegar búið væri að koma málum hér í ákveðinn farveg í samstarfi við Alþjóða gjaldleyrissjóðinn

Geir segist fylgjast með fréttum frá útlöndum og það séu hættur framundan í alþjóðlegu efnahagslífi. Stjórnvöld séu meðvituð um hættuna á því að kreppan geti dýpkað og það sjáist meðal annars í lækkandi verðlagi á útflutningsafurðum og verra aðgengi  að lánsfé. 

.

Róbert Wade hefur bent á að orsakir bankahrunsins megi rekja til innlendra mistaka en ekki erlendrar fjármálakreppu. Geir H. Haarde segir að það megi gagnrýna ýmislegt í aðdraganda þess, meðal annars að bankarnir yrðu svona stórir. Stóra ábyrgðin á því lægi hjá bönkunum sjálfum.

Wade sagði ennfremur á borgarafundinum fundinum að ríkisstjórnin ætti að taka Davíð Oddsson úr Seðlabankanum vegna ítrekaðra mistaka. Geir segist ekki hafa heyrt þessi ummæli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert