Kreppan getur dýpkað

Mótmælendur reyndu að varna ráðherrum inngöngu á ríkisstjórnarfund í morgun. Geir H. Haarde var spurður eftir fundinn um ummæli Roberts Wade prófessors við London School of Econmics sem var viðmælandi  í Katsljósinu í gær og frummælandi á borgarafundi í Háskólabíói í gær um að annað áfall í efnahagsmálum væri í vændum, jafnvel í mars, vegna heimskreppunnar. 

Geir sagðist margoft hafa bent á að Íslandi stæði í miðri alheimsfjármálakreppu. Vandamálið væri ekki einangrað við Ísland og mörg lönd væru að lenda í miklum vanda. Ísland væri hinsvegar búið væri að koma málum hér í ákveðinn farveg í samstarfi við Alþjóða gjaldleyrissjóðinn

Geir segist fylgjast með fréttum frá útlöndum og það séu hættur framundan í alþjóðlegu efnahagslífi. Stjórnvöld séu meðvituð um hættuna á því að kreppan geti dýpkað og það sjáist meðal annars í lækkandi verðlagi á útflutningsafurðum og verra aðgengi  að lánsfé. 

Wade sagðist óttast að ríkisstjórnin skynjaði ekki alvöru málsins og gripi ekki til frekari aðgerða vegna þessa. Geir segir að ekki hafi komið nægilega vel fram í viðtalinu í Kastljósinu hvaða aðgerðir hann væri að tala um. Ríkisstjórnin væri á fullu að að vinna í þessum málum. Nú síðast hefði verið tekinn öflugur ráðuneytisstjóri  úr sínu ráðuneyti til að sinna bara þessu máli.  

Róbert Wade hefur bent á að orsakir bankahrunsins megi rekja til innlendra mistaka en ekki erlendrar fjármálakreppu. Geir H. Haarde segir að það megi gagnrýna ýmislegt í aðdraganda þess, meðal annars að bankarnir yrðu svona stórir. Stóra ábyrgðin á því lægi hjá bönkunum sjálfum.

Wade sagði ennfremur á borgarafundinum fundinum að ríkisstjórnin ætti að taka Davíð Oddsson úr Seðlabankanum vegna ítrekaðra mistaka. Geir segist ekki hafa heyrt þessi ummæli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert