Kreppan getur dýpkað

00:00
00:00

Mót­mæl­end­ur reyndu að varna ráðherr­um inn­göngu á rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un. Geir H. Haar­de var spurður eft­ir fund­inn um um­mæli Roberts Wade pró­fess­ors við London School of Econ­mics sem var viðmæl­andi  í Kats­ljós­inu í gær og frum­mæl­andi á borg­ar­a­fundi í Há­skóla­bíói í gær um að annað áfall í efna­hags­mál­um væri í vænd­um, jafn­vel í mars, vegna heimskrepp­unn­ar. 

Geir sagðist margoft hafa bent á að Íslandi stæði í miðri al­heims­fjár­málakreppu. Vanda­málið væri ekki ein­angrað við Ísland og mörg lönd væru að lenda í mikl­um vanda. Ísland væri hins­veg­ar búið væri að koma mál­um hér í ákveðinn far­veg í sam­starfi við Alþjóða gjald­leyr­is­sjóðinn

Geir seg­ist fylgj­ast með frétt­um frá út­lönd­um og það séu hætt­ur framund­an í alþjóðlegu efna­hags­lífi. Stjórn­völd séu meðvituð um hætt­una á því að krepp­an geti dýpkað og það sjá­ist meðal ann­ars í lækk­andi verðlagi á út­flutn­ingsaf­urðum og verra aðgengi  að láns­fé. 

.

Ró­bert Wade hef­ur bent á að or­sak­ir banka­hruns­ins megi rekja til inn­lendra mistaka en ekki er­lendr­ar fjár­málakreppu. Geir H. Haar­de seg­ir að það megi gagn­rýna ým­is­legt í aðdrag­anda þess, meðal ann­ars að bank­arn­ir yrðu svona stór­ir. Stóra ábyrgðin á því lægi hjá bönk­un­um sjálf­um.

Wade sagði enn­frem­ur á borg­ar­a­fund­in­um fund­in­um að rík­is­stjórn­in ætti að taka Davíð Odds­son úr Seðlabank­an­um vegna ít­rekaðra mistaka. Geir seg­ist ekki hafa heyrt þessi um­mæli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert