Hátt í 150 erlendir ferðamenn, flestir frá alpalöndunum, hyggjast í vor stunda skíðamennsku á Tröllaskaga, milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Bæði verður um venjulega fjallaskíðamennsku að ræða og einnig þyrluskíðamennsku, en vinsældir hennar fara mjög vaxandi í heiminum. Þyrlur flytja skíðamennina upp á fjallstoppa og þeir renna sér síðan niður.