Meira drukkið, minna fagnað

AP

Sala áfengis jókst um 4,2% hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í fyrra, miðað við árið 2007. Mest jókst sala hvítvíns eða um 13,3% í lítrum talið. Svo virðist sem Íslendingar hafi haft færri tækifæri til að fagna á árinu því tæplega 6% samdráttur var í sölu á freyðivíni.

Sala ársins 2008 jókst um 4,2% í lítrum í samanburði við árið 2007. Alls var selt áfengi fyrir rúma 17,8 milljarða króna með virðisaukaskatti.

Alls seldi ÁTVR rúmlega 20 milljón lítra af áfengi á síðasta ári. Sem fyrr vegur bjórinn langþyngst í áfengissölunni. Í fyrra seldust rúmlega 15,7 milljón lítrar af lagerbjór, sem er 4,3% aukning frá árinu 2007. Til þess að fólk átti sig á umfangi þessa bjórmagns, þá myndi það fylla Laugardalslaugina sex sinnum.

Ef desember er skoðaður sérstaklega þá voru seldir 2.120 þúsund lítrar en í desember 2007 voru seldir 2.107 þúsund lítrar sem er tæplega 1% aukning. Heldur hefur því dregið úr söluaukningunni í jólamánuðinum. Viðskiptavinir í desember voru um 420 þúsund eða um 5% fleiri en í desember 2007. Alls komu 4,3 milljónir viðskiptavina í Vínbúðirnar á árinu, flestir í júlí, um 445 þúsund.

Alls var selt tóbak fyrir tæpa sjö milljarða króna með virðisaukaskatti í fyrra.

Seld voru 1.612 þúsund karton af sígarettum og tæplega 20 tonn af neftóbaki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert