Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt þrítugan karlmann til að greiða 400 þúsund krónur fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Maðurinn er jafnframt sviptur ökuleyfi í tvö ár, frá 2. júlí 2009.
Maðurinn gerðist ítrekað sekur um að aka bifreið sviptur ökuréttindi og undir áhrifum fíkniefna á árinu 2008. Einnig fundust á honum kannabisefni í tvö skipti. Honum hefur áður verið gerð refsing vegna ýmissa brota, oftast fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.
Manninum var að auki gert að greiða rúma hálfa milljón króna í sakarkostnað.