Ríkið auglýsir eftir 100 nýjum bílum

Reuters

Ríkiskaup hafa auglýst útboð fyrir hönd þeirra stofnana og ríkisfyrirtækja, sem hyggjast kaupa eða leigja bifreiðar á rekstrarleigukjörum árið 2009.

Gert er ráð fyrir að kaupa/leigja um 100 bifreiðar og er þá byggt á reynslu að bifreiðakaupum árin 2005 til 2007. Hins vegar er ekki ljós endanlegur fjöldi þeirra bifreiða sem verða keyptar eða leigðar á grundvelli útboðsins, þar sem samningar eru gerðir um tiltekna bifreiðaflokka í eitt ár, án þess að magntölur séu þekktar.

Um er að ræða kaup/leigu á bifreiðum af ýmsum stærðum og gerðum í samræmi við lýsingar á einstökum flokkum bifreiða. Bjóðendur eiga að bjóða fram bifreiðar sem samsvara hverjum flokki.

Tilboð í bifreiðarnar verða opnuð hjá Ríkiskaupum 27. febrúar næstkomandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert