Hrun íslensku bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, hefur komið illa við sjávarútvegsfyrirtæki víða um landið. Þau berjast nú fyrir lífi sínu. Veiðiheimildir margra fyrirtækja hafa verið veðsettar fyrir eignum sem nú eru horfnar en margir eigendur veiðiheimilda voru umsvifamiklir á hlutabréfamarkaði.
Ástæða er til að hafa af þessu miklar áhyggjur, að sögn heimildamanns í bankakerfinu.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.