Tveir mótmælendur handteknir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið tvo mótmælendur sem tóku sér stöðu fyrir framan þinghúsið í morgun. Að sögn lögreglu eru mótmælendurnir sakaðir um eignatjón, en þeir skemmdu myndavélar. Ekki kom til stympinga að sögn varðstjóra.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu um hvers konar myndavélar sé að ræða, þ.e. hvort þetta séu öryggismyndavélar eður ei.

Þá mótmæltu um þrír tugi manna fyrir ríkisstjórnarfund laust fyrir klukkan hálf tíu í morgun og reyndu að koma í veg fyrir að ráðherrar kæmust á fundinn. Kom til  átaka milli lögreglu og mótmælenda.

Enn eru á þriðja tug mótmælenda við þinghúsið skv. upplýsingum frá lögreglu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert