Tuttugu og níu nýnemar hófu í gær nám á fyrstu önn grunnnámsdeildar Lögregluskóla ríkisins.
Námið á önninni tekur um fjóra mánuði og í september nk. fara nemendurnir í fjögurra mánaða starfsþjálfun í lögreglunni. Að henni lokinni, í byrjun janúar á næsta ári, hefst þriðja önnin. Henni lýkur með útskrift í apríl 2010, að því er fram kemur á lögregluvefnum.
Af þessum nýnemum hafa 14 starfað sem afleysingamenn í lögreglunni, allt frá 4 mánuðum til rúmlega tveggja ára. Að þessu sinni er meðalaldur nýnema 24,79 ár, sem er talvert lægra en verið hefur í undanförnum árgöngum. 8 konur eru í hópi nýnemanna eða 27,6%.
Þrettán af nýnemunum hafa lokið stúdentsprófi, þrír þeirra hafa lokið iðnnámi og einn hefur lokið háskólanámi.