Bar ekki að yfirtaka Icesave-skuldir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Íslendingum bar ekki að yfirtaka allar Icesave-skuldbindingar Landsbankans, en svo virðist sem Evrópusambandið hafi óttast ef íslenskir skattgreiðendur tækju ekki á sig ábyrgðina gæti bankakerfi Evrópu riðað til falls. Það segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, frambjóðandi til formanns Framsóknarflokksins, á vefsvæði sínu.

„Þegar efnahagsleg framtíð þjóðarinnar var í húfi [...] ákvað ríkisstjórnin hins vegar að kasta frá sér öllum vopnum og vörnum og taka á sig skuldaklafa í þeirri von að Evrópusambandið launaði þeim greiðann seinna. Hafi markmiðið verið að bæta samningsstöðu vegna hugsanlegrar inngöngu í Evrópusambandið eru áhrifin þveröfug,“ segir Sigmundur.

Sigmundur vísar einnig í skýrslu sem skipuð var fulltrúum frá seðlabanka, fjármálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti Frakklands og unnin var árið 2000. Eitt af því sem fjallað er um í skýrslunni eru hinar samræmdu innistæðutryggingar ESB. Sigmundur m.a. vitnar í skýrsluna en þar segir: „Enda þótt það markmið [með samræmdu reglunum] að auka stöðugleika bankakerfisins hafi komið skýrt fram, er kerfið sem komið var á í Frakklandi, eins og í flestum löndum sem hafa formleg innistæðutryggingakerfi, ekki til þess ætlað að fást við kerfiskrísu.”

Vefsvæði Sigmundar


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka