Bar ekki að yfirtaka Icesave-skuldir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Íslend­ing­um bar ekki að yf­ir­taka all­ar Ices­a­ve-skuld­bind­ing­ar Lands­bank­ans, en svo virðist sem Evr­ópu­sam­bandið hafi ótt­ast ef ís­lensk­ir skatt­greiðend­ur tækju ekki á sig ábyrgðina gæti banka­kerfi Evr­ópu riðað til falls. Það seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fram­bjóðandi til for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, á vefsvæði sínu.

„Þegar efna­hags­leg framtíð þjóðar­inn­ar var í húfi [...] ákvað rík­is­stjórn­in hins veg­ar að kasta frá sér öll­um vopn­um og vörn­um og taka á sig skuldaklafa í þeirri von að Evr­ópu­sam­bandið launaði þeim greiðann seinna. Hafi mark­miðið verið að bæta samn­ings­stöðu vegna hugs­an­legr­ar inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið eru áhrif­in þver­öfug,“ seg­ir Sig­mund­ur.

Sig­mund­ur vís­ar einnig í skýrslu sem skipuð var full­trú­um frá seðlabanka, fjár­málaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti Frakk­lands og unn­in var árið 2000. Eitt af því sem fjallað er um í skýrsl­unni eru hinar sam­ræmdu inni­stæðutrygg­ing­ar ESB. Sig­mund­ur m.a. vitn­ar í skýrsl­una en þar seg­ir: „Enda þótt það mark­mið [með sam­ræmdu regl­un­um] að auka stöðug­leika banka­kerf­is­ins hafi komið skýrt fram, er kerfið sem komið var á í Frakklandi, eins og í flest­um lönd­um sem hafa form­leg inni­stæðutrygg­inga­kerfi, ekki til þess ætlað að fást við ker­fiskrísu.”

Vefsvæði Sig­mund­ar


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert