Hagsmunasamtök heimilanna stofnuð

mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Boðað hef­ur verið til stofn­fund­ar Hags­muna­sam­taka heim­il­anna í Há­skól­an­um í Reykja­vík annað kvöld. Í til­kynn­ingu und­ir­bún­ings­hóps seg­ir að mark­mið sam­tak­anna tvíþætt. Ann­ars veg­ar að berj­ast fyr­ir breyt­ingu á aðfara­lög­um og hins veg­ar að þrýsta á stjórn­völd um al­menn­ar aðgerðir til að leiðrétta stöðu íbúðalána heim­il­anna.

Í til­kynn­ingu und­ir­bún­ings­hóps­ins seg­ir að ljóst sé að aðgerða sé þörf varðandi hags­muni heim­il­anna við þær sér­stöku aðstæður sem hafa skap­ast í kjöl­far veik­ing­ar krón­unn­ar um 80% á síðastliðnu ári og 18% verðbólgu á árs­grund­velli. Höfuðstóll íbúðalána fjöl­skyldna í land­inu haldi áfram að hækka, sama hvort lán­in voru tek­in í ís­lenskri krónu eða er­lendri mynt á sama tíma og verðgildi íbúðanna lækk­ar.

„Íbúðalán heim­il­anna og þar með heim­il­in í land­inu, eiga því nú und­ir högg að sækja gagn­vart geng­is­trygg­ingu lána og veiku gengi krón­unn­ar og marg­ar fjöl­skyld­ur sjá nú þegar fram á tækni­leg gjaldþrot og að þurfa að yf­ir­gefa heim­ili sín,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Síðustu vik­ur hef­ur und­ir­bún­ings­hóp­ur unnið að und­ir­bún­ingi að stofn­un sam­taka sem er ætlað það meg­in­hlut­verk að vera mál­svari og talsmaður heim­il­anna í land­inu með því að standa vörð um hags­muni þeirra og knýja á um mót­vægisaðgerðir fyr­ir heim­il­in í land­inu. Fjöldi manns hef­ur komið að und­ir­bún­ings­vinnu í vinnu­hóp­um við mót­un hlut­verks og mark­miða sam­tak­anna.

„Í meg­in­drátt­um er mark­mið sam­tak­anna tvíþætt. Í fyrsta lagi að beita sér fyr­ir breyt­ing­um á lög­um, og þ.m.t. á lög­um um aðför eða svo kölluðum gjaldþrota­lög­um, sem og öðrum lög­um sem tal­in verður knýj­andi þörf á að breyta í þeim til­gangi að verja heim­il­in. Í öðru lagi er mark­miðið að vinna að því að þrýsta á stjórn­völd um al­menn­ar aðgerðir til að leiðrétta stöðu íbúðalána heim­il­anna þannig að fjöl­skyld­urn­ar í land­inu sjái sér fært að búa hér og taka þátt í upp­bygg­ingu nýja Íslands.“

Stofn­fund­ur­inn verður í stofu 101 í Há­skól­an­um í Reykja­vík annað kvöld og hefst klukk­an 20.

Heimasíða Hags­muna­sam­taka heim­il­anna

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert