Jón Þór: Áhugaverður fundur með Wade

Robert Wade
Robert Wade mbl.is/Golli

Fundi full­trúa stjórn­valda og Robert Wade, stjórn­mála­hag­fræðings og pró­fess­ors við London School of Economics, er lokið en Wade var meðal frum­mæl­enda á opn­um borg­ar­a­fundi í Há­skóla­bíói fyrr í vik­unni. Að sögn Jóns Þórs Sturlu­son­ar, aðstoðar­manns viðskiptaráðherra, var fund­ur­inn mjög áhuga­verður og at­hygl­is­verður og fróðlegt að heyra sýn Wade á stöðunni á Íslandi.

Að sögn Jón Þórs fór hluti fund­ar­ins í að upp­lýsa Wade um hvað stjórn­völd eru að gera en Wade hef­ur mik­inn áhuga  á að kynna sér bet­ur hvernig unnið er að end­ur­reisn hér á landi. Hann seg­ir að það hafi komið fram að hálfu stjórn­valda á fund­in­um að það séu nokk­ur atriði í mál­flutn­ingi Wade sem þau eru ekki sam­mála og viljað koma á fram­færi leiðrétt­ingu á.

Aft­ur á móti hafi verið mjög at­hygl­is­vert að heyra hans sýn á stöðunni hér og hvernig stjórn­mála­hag­fræði og umræðan hér bland­ast sam­an, seg­ir Jón Þór.  Hann seg­ir að hægt að draga lær­dóm af því sem þar kom fram en mikið sé talað um hve erfitt sé fyr­ir al­menn­ing að fá upp­lýs­ing­ar um stöðu mála þrátt fyr­ir að stjórn­völd hafi reynt að bæta þar úr. „Ef­laust má gera bet­ur í þeim mál­um," seg­ir Jón Þór.

Aðspurður um hvort stjórn­völd muni leita eft­ir aðstoð Wade seg­ir Jón Þór það alls ekki úti­lokað. Á döf­inni sé ráðstefna sem Há­skóli Íslands stend­ur meðal ann­ars að en hún er skipu­lögð af Gylfa Zoëga, pró­fess­or í hag­fræði við HÍ. Meðal þeirra sem flytja er­indi eru Wade auk annarra er­lendra og inn­lendra aðila.

Jón Þór seg­ir að skila­nefnd­ir bank­anna hafi ráðið til sín er­lenda fjár­mála­sér­fræðinga til að vinna í mál­um kröfu­hafa. Eins sé haf­in vinna við yf­ir­ferð á reglu­verki á fjár­mála­mörkuðum sem finnsk­ur sér­fræðing­ur veit­ir for­stöðu.

Auk Jón Þórs sátu þeir Björn Rún­ar Guðmunds­son, fyr­ir hönd for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, og Sig­mund­ur Sig­ur­geirs­son, fyr­ir hönd fjár­málaráðuneyt­is­ins, fund­inn með Wade. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert