Kviknaði í kodda

Slökkvilið var kallað að Hátúni 12 í nótt.
Slökkvilið var kallað að Hátúni 12 í nótt. mbl.is/ÞÖK

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Hátúni 12 upp úr tvö í nott þar sem kviknað hafði í kodda. Vel gekk að slökkva eldinn og var því lokið þegar slökkvilið kom á staðinn.

Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Reykræsta þurfti íbúðina en skemmdir voru ekki miklar samkvæmt upplýsingum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert