Nýtt gjald fyrir aukamyndlykla

mbl.is/Kristinn

Þeir áskrifendur Stöðvar 2, sem hafa aukamyndlykil á heimili sínu, þurfa nú mánaðarlega að borga 1.065 kr. í stað 575 kr. áður. Þetta helgast af því að tekið hefur verið upp nýtt gjald, að upphæð 490 kr., sem kallast viðbótaráskriftargjald og rennur til 365 miðla.

Fyrra gjaldið, 575 kr., er afnotagjald fyrir myndlykilinn og rennur til eiganda myndlyklanna, Vodafone, þótt 365 miðlar sjái um innheimtuna.

Þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir hana

„Í ljósi kostnaðarhækkana höfum við verið að fara yfir alla okkar kostnaðarliði eins og mörg önnur fyrirtæki,“ segir Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri sölusviðs 365 miðla. „Við höfum séð að það er aukinn tilkostnaður af þessum lyklum og það er þá rétt að þeir sem nota þessa aukaþjónustu greiði fyrir hana í stað þess að við þurfum að hella kostnaðinum út í verðlagið til allra notenda. Við reynum að stilla þessu gjaldi í hóf.“ Pétur bætir við að gjaldið nái aðeins til þeirra sem eru með auka Digital-myndlykla og nái til u.þ.b. 3% áskrifenda.

Hann segir að nýlega hafi verið tekið í notkun nýtt áskriftarkerfi. „Það gerir okkur kleift að halda utan um þetta einstaklingsbundið en við vorum ekki með kerfi til að fylgjast nógu vel með þessu.“ Pétur segir fólk almennt hafa sýnt þessari gjaldtöku skilning. „Þetta er í rauninni viðbótarþjónusta sem fólk er að fá og gjaldið endurspeglar kostnaðinn sem við leggjum út í.“

ylfa@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert