Tjónabætur í peningamarkaðssjóði

Alls greiddi ríkið 733 milljónir í styrki til einstaklinga og sveitarfélaga vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi þann 29. Maí. Geir H. Haarde forsætisráðherra tilkynnti þetta í Tryggvaskála á Selfossi í dag. Heildartjón vegna jarðskjálftans nemur um fjórum til sex milljörðum.  

Dæmi eru um að fórnarlömb jarðskjálftanna  á Selfossi í fyrravor hafi keypt sig inn í peningamarkaðssjóði fyrir tryggingabæturnar. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði segir marga hafa tapað milljónum vegna þessa.

Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri í  Árborg segir ljóst að þeir sem hafi orðið verst úti og misst heimili sín fái tjónið aldrei bætt að fullu. Efnahagskreppan hafi svo ekki bætt úr skák og gert fólki erfiðara fyrir en ella.

Sveitarstjórnarmenn segja viðbrögð ríkisins hafi verið markviss og almennt hafi opinberir aðilar staðið sig vel. Það hafi gert að verkum að minna hafi verið fjallað um jarðskjálftana en ellla, enda leiti fólk frekar til fjölmiðla ef það telur á sér brotið.

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert