Verðfall veiðiheimilda fyrirsjáanlegt

AP

Útil­it er fyr­ir að veiðiheim­ild­ir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja geti fallið mikið í verði, jafn­vel um 80 pró­sent, á næstu mánuðum fari svo að fjöldi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lendi í rekstr­ar­erfiðleik­um og gjaldþroti eins og margt bend­ir til. Er þá miðað við 80 pró­sent af tæp­lega 4.000 kr. á kílóið á þorski sem það var þegar það fór hæst. Þetta full­yrða út­gerðar- og banka­menn sem Morg­un­blaðið ræddi við í gær.

Heild­ar­skuld­ir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja nema 360 til 420 millj­örðum króna. Þar af eru kröf­ur vegna fram­virkra gjald­miðlaskipta­samn­inga 25 til 30 millj­arðar króna, miðað við geng­is­vísi­töl­una 175. Það er sú geng­is­vísi­tala sem var á markaði þegar Fjár­mála­eft­ir­litið tók Lands­bank­ann yfir 6. októ­ber. Geng­is­vísi­tal­an féll hins veg­ar hratt eft­ir það og var 230 þegar FME tók Kaupþing yfir aðfaranótt 9. októ­ber. Samn­ing­ar sem fyr­ir­tæki gerðu við Glitni og Kaupþing kunna því að verða gerðir upp með öðrum hætti en þeir sem gerðir voru við Lands­bank­ann.

Þar eru stærstu kröf­urn­ar, eða um 18 millj­arðar. Eins og greint hef­ur verið frá í Morg­un­blaðinu byggðust samn­ing­arn­ir á því að hagn­ast á styrk­ingu krón­unn­ar. Það gerðist ekki, held­ur veikt­ist krón­an mikið.

Eins og greint var frá í Morg­un­blaðinu í gær er um­tals­vert af veiðiheim­ild­um veðsett fyr­ir lán­um inni í banka­kerf­inu. Ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um stöðuna liggja þó ekki fyr­ir, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­sam­bandi ís­lenskra út­vegs­manna.

Áður en gömlu bank­arn­ir þrír hrundu hafði verð á veiðiheim­ild­um lækkað nokkuð. Miðað við síðustu viðskipti með veiðiheim­ild­ir var verðið um 2.500 krón­ur á kílóið af þorski.

Eins og áður sagði fór það hæst í um 4.000 krón­ur fyrri­hluta árs­ins 2007 en hafði árin á und­an farið stig­hækk­andi sam­hliða mikl­um efna­hags­upp­gangi. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hafa út­gerðar­menn marg­ir hverj­ir áhyggj­ur af því að fisk­ur selj­ist illa á er­lend­um mörkuðum á næstu mánuðum. Þegar er farið að bera á því að birgðir safn­ist upp og þá hef­ur verð á fiski fallið hratt. Þetta get­ur einnig leitt til lækk­un­ar á veiðiheim­ild­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert