70 skiluðu inn leyfinu

Ingibjörg Þórðardóttir
Ingibjörg Þórðardóttir

Sjötíu löggiltir fasteignasalar hafa skilað leyfum sínum frá því í ársbyrjun 2008. 59 á síðasta ári en 11 frá áramótum. Nú eru því 224 fasteignasalar á skrá hjá sýslumanninum í Hafnarfirði.

Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, segir fækkun fasteignasala og annars starfsfólks í þessum geira í takt við samdráttinn í veltu á markaðnum. 55% samdráttur varð í veltu frá 2007 til 2008, úr 406 milljörðum króna í 180 milljarða, og Ingibjörg segir líklegt að um 50% fækkun starfsfólks hafi orðið á fasteignasölum. Mest er fækkunin í röðum ófaglærðra sölumanna.

„Talað var um að starfandi væru við þennan markað 700 til 800 manns þegar mest var. Ég geri ekki ráð fyrir að þeir séu fleiri en 400 í dag. Þetta er auðvitað ágiskun en þetta er mín tilfinning,“ segir hún. Starfsfólki hjá fasteignasölum Remax hefur fækkað um 60%, úr 250 niður í 100.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert