Lán keypt með afslætti

mbl.is

Samn­ing­ar eru á loka­stigi um yf­ir­töku Íbúðalána­sjóðs (ÍLS) á inn­lend­um hús­næðislán­um SPRON og Spari­sjóðsins í Kefla­vík (SPKef).

Um er að ræða hluta af hús­næðislána­safni SPRON, sem er um 20 millj­arða króna virði, og þann hluta fimmtán millj­arða króna safns SPKef, sem lánaður var í krón­um.

Að sögn Guðmund­ar Bjarna­son­ar, for­stjóra ÍLS, verða lán­in keypt af spari­sjóðunum með af­slætti. „Við ger­um sér­stak­an samn­ing við hvern og einn aðila um það á hvaða kjör­um við kaup­um lán­in.“

Tveir spari­sjóðir til viðbót­ar hafa leitað eft­ir viðræðum við ÍLS um yf­ir­töku á hús­næðislán­um sín­um, en eng­inn stóru bank­anna þriggja hef­ur óskað eft­ir slík­um viðræðum. Hús­næðislán í er­lendri mynt verða ekki yf­ir­tek­in sem stend­ur.

Íbúðum, sem ÍLS hef­ur eign­ast á nauðung­ar­upp­boðum, fjölgaði mikið á síðasta ári. Í árs­byrj­un 2008 átti sjóður­inn 54 slík­ar íbúðir, en í árs­lok voru þær orðnar 205 tals­ins.

Van­skil al­mennt juk­ust hratt hér á landi í fyrra og var sú þróun haf­in áður en bank­arn­ir féllu í byrj­un októ­ber. Þá voru um 16.000 ein­stak­ling­ar á van­skila­skrá, en í árs­lok voru þeir komn­ir í tæp­lega 18.000. Fram­an­greint bend­ir til þess að erfiðleik­ar heim­ila hafi auk­ist mikið.

Gert er ráð fyr­ir því að til­lög­ur um greiðsluaðlög­un verði lagðar fyr­ir Alþingi fljót­lega. Miða þær að því að gera ein­stak­ling­um, sem eru ófær­ir um að standa í skil­um, kleift að leita nauðasamn­inga um skuldaaðlög­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert