Ráðherra endurskoði afstöðu sína

St. Jósefsspítali.
St. Jósefsspítali. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Öldungaráðs Hafnarfjarðar harmar þá ákvörðun heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, að ætla að leggja niður starfsemi St. Jósefsspítala í núverandi mynd. Þá skorar það á ráðherra að endurskoða afstöðu sína. Þetta kemur fram í ályktun frá ráðinu.

„Spítalinn hefur  þjónað okkur Hafnfirðingum í yfir 80 ár, bæði ungum og öldnum, Hafnfirðingum sem og öðrum sem á þurfa að halda.

Á St. Jósefsspítala er unnið frábært starf og  unnin ýmis læknisverk sem ekki er unnt að sinna á öðrum sjúkrahúsum landsins. Göngudeild spítalans sem og spítalinn eru  rómuð fyrir faglega þekkingu  og samhæft starfsfólk sem þar vinnur.  Að okkar mati er það óbætanlegur skaði  fyrir bæjarfélagið ef þessi starfsemi öll verður lögð niður.

Skorum við því á heilbrigðisráðherra að endurskoða afstöðu sína og hætta við fyrirhugaða lokun spítalans.

Jafnframt minnum við  ráðherra,  á skýrslu nefndar um uppbyggingu heildrænnar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði, sem gefin var út af Heilbrigðis – og tryggingamálaráðuneytinu í febrúar 2006 þar sem greint er ýtarlega frá fyrirhugaðri uppbyggingu heilbrigðismála í bænum.

Þar  kemur m.a. fram að byggja skuli hjúkrunarheimili fyrir aldraðra á Völlunum og að Sólvangur  verði miðstöð öldrunarþjónustu sem m.a. fælist í rekstri dagdvalar, hvíldarinnlögnum og skammtímainnlögnum aldraðra sem eru að ná sér eftir sjúkrahúsvist.

Vonum við að þessi framtíðarsýn verði höfð að leiðarljósi við framtíðarskipan öldrunarmála hér í bæ og  skorum á heilbrigðisráðherra að  „SPÍTALINN OKKAR“ fái að gegna áfram því hlutverki að veita fyrirmyndar þjónustu sem eftir er tekið um land allt,“ segir í ályktuninni.











mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert