Svíar vilja lána Íslandi

Rosenbad, aðsetur sænsku ríkisstjórnarinnar í Stokkhólmi.
Rosenbad, aðsetur sænsku ríkisstjórnarinnar í Stokkhólmi.

Sænska ríkisstjórnin hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Ríkisdeginum, sænska þinginu, um að Íslandi verði veitt lán á þessu ár að upphæð allt að 6,5 milljörðum sænskra króna, jafnvirði 100 milljarða íslenskra króna.  

Fram kemur í tilkynningu frá sænska fjármálaráðuneytinu, að lánið sé hluti af norrænum lánapakka en Danmörk, Noregur og Finnland muni einnig veita Íslandi lán í tengslum við fjárhagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  

Þá segir í tilkynningunni, að lánveitingin tengist þeirri kreppu, sem ríkir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ríkisstjórnin hafi gripið til ýmissa ráðstafana til að bregðast við áhrifum kreppunnar í Svíþjóð en einnig sé nauðsynlegt að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi til að draga úr áhrifum kreppunnar.

Síðar á árinu verði fjallað um hugsanlega lánveitingu Svía til Lettlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert