Lögreglan í Reykjanesbæ tók um sjöleytið í kvöld tvo menn á bíl sem óku á miklum hraða á Reykjanesbraut skammt frá Grindavíkurafleggjaranum. Voru þeir með inniljósið kveikt. Við athugun kom í ljós að mennirnir voru með logandi hasspípu og varð lögreglan því að stöðva gamanið.