Börn á Íslandi búa við mjög góðar aðstæður og Ísland er enn með lægstu tíðni ungbarnadauða í heiminum ásamt Andorra, Liechtenstein, Lúxemborg, Singapúr og Svíþjóð.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Unicef, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Barnadauði hefur lækkað um helming í Níger og Malaví á árunum 1990 til 2007. Tíðni barnadauða er aðeins einn þriðji af því sem hún mældist árið 1990 og í Bangladess hefur hún fallið um meira en helming.
Sömu þróun er ekki að finna þegar kemur að heilsu og lífslíkum mæðra. Í skýrslunni kemur fram að konur í fátækustu ríkjunum séu 300 sinnum líklegri að deyja við barnsburð eða af orsökum, sem rekja má til þungunar en konur í iðnríkjum. Auk þess er barn, sem fæðist í þróunarlandi, 14 sinnum líklegra til að látast á fyrstu mánuðum ævinnar en barn sem fæðist í iðnvæddu ríki.
Á hverju ári deyr um hálf milljón kvenna af orsökum sem rekja má til þungunar og barnsburðar, þar á meðal 70 þúsund stúlkur og ungar konur á aldri um 15-19 ára.