Útskrift úr framhaldsnámi Stóriðjuskóla ISAL

Ell­efu nem­end­ur voru í dag út­skrifaðir úr fram­halds­námi Stóriðju­skóla ISAL og er það í annað sinn sem út­skrifað er úr fram­halds­nám­inu. Hóp­ur­inn sem út­skrifaðist í dag hóf nám haustið 2007.

Stóriðju­skól­inn hef­ur verið starf­rækt­ur við ál­verið í Straums­vík í hart nær ell­efu ár en fram­halds­námið hóf göngu sína haustið 2004 og var fyrsti hóp­ur­inn út­skrifaður í fe­brú­ar 2006.

Björg­vin G. Sig­urðsson viðskiptaráðherra var viðstadd­ur at­höfn­ina og ávarpaði gesti.

Fram­halds­námið stend­ur þeim starfs­mönn­um til boða sem hafa iðnmennt­un eða hafa lokið grunn­námi í Stóriðju­skól­an­um

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert