Varað við flughálku

Víða á landinu er flughált.
Víða á landinu er flughált. Ómar Óskarsson

Vegagerðin varar við flughálku sumstaðar á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Einnig er hálka og hálkublettir á Suðurlandi. 

Hálkublettir eru á Sandskeiði, snjóþekja er á Hellisheiði og hálka í Þrengslum.

Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir. Hálka er á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er hálka. Flughálka er í Önundarfirði og í Súgandafirði.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Flughálka er á milli Hvammstanga og Blönduós.

Á Austurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði, Oddskarði og í Fagradal.Á Suðausturlandi er hálka og hálkublettir.

Vegna brúarframkvæmda á Laxá við Búðardal verður umferð beint um hjáleið og bráðabirgðabrú meðan á framkvæmdum stendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert