Mikið hvassviðri er við suðurströnd landsins og varað er við óveðri undir Eyjafjöllum og við Sandfell í Öræfum. Víða á landinu er flughált og eru ökumenn beðnir um að fara varlega.
Á Suðurlandi eru hálkublettir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka er víða í uppsveitum. Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir. Flughálka er í Dölum og á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum er hálka. Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði og í Eyjafirði. Hálka og éljagangur er á Mývatnsöræfum.
Á Austurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Hálka og skafrenningur er á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði, Oddskarði og í Fagradal. Flughálka er frá Breiðdalsvík að Hvalnesi. Á Suðausturlandi er hálka og hálkublettir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.