Alls eru 11.305 skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. Þar af eru 7.101 karl á atvinnuleysisskrá en 4.204 konur. Á höfuðborgarsvæðinu eru tæplega sjö þúsund manns á atvinnuleysisskrá, samkvæmt vef Vinnumálastofnunar.
Skráð atvinnuleysi í desember 2008 var 4,8% eða að meðaltali 7.902 manns og eykst atvinnuleysi um 45% að meðaltali frá nóvember eða um 2.458 manns. Atvinnuleysi hefur ekki verið jafn mikið frá því í janúar árið 1997. Á sama tíma á árinu 2007 var atvinnuleysi 0,8%, eða 1.357 manns.
Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í mörgum atvinnugreinum einkum verslun, mannvirkjagerð og þjónustugreinum á næstu mánuðum auk þess sem mörg minni fyrirtæki eiga við mikinn fjárhagsvanda að stríða m.a. vegna mikils fjármagnskostnaðar.