Heim í heiðardalinn

Guðmundur Steingrímsson fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar var glaður á heimaslóðum þegar hann sótti sitt fyrsta flokksþing Framsóknarflokksins í dag. Skipst var á skoðunum um Evrópumálin en Guðmundur segist sannfærður um að stuðningur við aðildarviðræður verði ofan á.

Guðmundur segist hafa gengið til liðs við Samfylkinguna á sínum tíma þar sem hann hafi verið ósáttur við margt í stefnu Framsóknarflokksins og hans sjónarmið hafi aukinn hljómgrunn núna. Hann hafi verið ósáttur við stuðning við Íraksstríðið á sínum tíma og Kárahnjúkavirkjun en þau mál hafi verið gerð upp. Þá sé einnig í gangi ákveðið uppgjör við viðskiptalífið.

Guðmundur hefur verið sagður stuðningsmaður Páls Magnússonar, stjórnarformanns Landsvirkjunar, sem hefur verið í valdakjarna Framsóknarflokksins á liðnum árum og rímar það illa við ósætti hans við stefnu flokksins eins og hún hefur verið.  Guðmundur, sem er stjórnarmaður í Landvernd, segir það koma á óvart því hann gefi ekki upp afstöðu sína. Hann hafi fyrst og fremst gengið til liðs flokkinn sem sé níutíu og tveggja ára gömul hreyfing. Páll Magnússon sé mikill sómamaður líkt og allir aðrir frambjóðendur til formanns sem séu allir þess verðugir að stefnu flokksins á lofti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert