Jökulvatn til Persaflóa

Efni í vatnsverksmiðjuna í Snæfellsbæ
Efni í vatnsverksmiðjuna í Snæfellsbæ mbl.is/Helgi Bjarnason

Vatnið sem streymir undan Snæfellsjökli fer í nýjan farveg í haust. Í stað þess að renna beint til sjávar fer hluti vatnsins um borð í skip til Persaflóa.

Fyrirtækið Iceland Glacier Products er að reisa vatnsverksmiðju í Rifi í Snæfellsbæ. Grunnurinn er tilbúinn og efni komið í límtréshús sem byrjað verður að reisa á næstu vikum. Sverrir Pálmarsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, segir stefnt að því að koma verksmiðjunni af stað í haust.

Vatnið er fengið úr lindum undir Snæfellsjökli, samkvæmt einkaréttarsamningi til 95 ára sem vatnsverksmiðjan hefur gert við Snæfellsbæ. Bærinn er að láta leggja fimm kílómetra langa vatnsleiðslu, úr Fossárdal og niður í Rif. Vatnsverksmiðjan rís á hafnarsvæðinu þannig að stutt er að fara með flöskurnar og gámablöðrurnar að skipshlið.

Sverrir segir að búið sé að ganga frá samningum um sölu á vatni til Ómans, Kúveits og Sádi-Arabíu og tryggja með því sölu á meginhluta framleiðslunnar í upphafi. Í tveimur samninganna er gert ráð fyrir þeim möguleika að fyrirtækið reisi nýja vatnsverksmiðju þar, til að tappa vatni af Snæfellsnesi á flöskur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert