Um 37.000 feður hafa farið í fæðingarorlof

Margir sóttu Jafnréttisþing í dag.
Margir sóttu Jafnréttisþing í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég segi við karl­ana: Axlið ykk­ar ábyrgð og gerið það til jafns við kon­ur. Í fyr­ir­tækja­rekstri, í póli­tík­inni og inni á heim­il­inu á ábyrgðinni að vera jafnt skipt. Við eig­um að gera það með stolti og hætta að fara í fel­ur með að við erum ekki all­ir út­rás­ar­vík­ing­ar. Verk­efnið framund­an er sam­vinnu­verk­efni sem krefst þess að reynsla, mennt­un og starfs­kraft­ar beggja kynja nýt­ist á öll­um víg­stöðvum,“ sagði Ólaf­ur Þ. Stephen­sen rit­stjóri Morg­un­blaðsins á Jafn­rétt­isþingi í dag.

Yf­ir­skrift ávarps Ólafs var: Skipta út­rás­ar­vík­ing­ar um bleyj­ur? Hann hóf mál sitt á að ræða um nýliðna vík­inga­öld en eft­ir hana liggja marg­ir út­rás­ar­vík­ing­ar í valn­um. „Úrás­ar­vík­ing­arn­ir voru næst­um því all­ir karl­menn og í þeirra heimi ríkti gjarn­an hefðbund­in verka­skipt­ing. Karl­inn fór út og skaffaði, kon­an var heima og sá um börn og heim­ili,“ sagði Ólaf­ur. Hann rifjaði upp hvernig eig­in­leik­um út­rás­ar­vík­inga var lýst og hvernig lýs­ing­in féll að hefðbund­inni ímynd karl­mennsk­unn­ar: Áræðni, kjark­ur og áhættu­sækni. Ólaf­ur sagði að áhættu­sækn­in hafi e.t.v. verið ein birt­ing­ar­mynd sjálfs­eyðing­ar­hvat­ar­inn­ar sem hrjá­ir hluta af karl­kyn­inu. Öku­ferð út­rás­ar­vík­ing­anna hafi endað úti í skurði og marg­ir lægju sár­ir eft­ir.

Á blóma­tíma út­rás­ar­inn­ar varð hljóðlát þróun. „Í upp­hafi ald­ar­inn­ar tóku ný lög um fæðing­ar­or­lof gildi, sem veittu feðrum sama rétt og mæðrum. Staðreynd­in er sú að yfir 85% nýbakaðra feðra hafa nýtt sér þenn­an rétt frá alda­mót­um. Eytt tíma heima með börn­un­um sín­um og séð um heim­ilið,“ sagði Ólaf­ur. Sam­kvæmt vef Trygg­inga­stofn­un­ar fóru um 25.800 karl­ar í fæðing­ar­or­lof á ár­un­um 2001 - 2006. Sé miðað við að álíka marg­ir hafi nýtt sér þenn­an rétt á ár­un­um 2007 og 2008 og á ár­un­um þar á und­an má ætla að um 37.000 feður hafi nýtt sér rétt til fæðing­ar­or­lofs. Á ár­un­um 2001 - 2005 nýttu pabb­arn­ir meira en áskylda þrjá mánuði af fæðing­ar­or­lofinu. Þegar góðærið var í al­gleymi árið 2006 stytt­ist sá tími sem feður tóku í fæðing­ar­or­lof.

Ólaf­ur taldi að þorri feðra nýti fæðing­ar­or­lofið eins og til var ætl­ast. Axli ábyrgð á heim­ili og börn­um á meðan mamm­an fari í vinnu eða skóla. Eft­ir að fæðing­ar­or­lofi ljúki taki þeir oft­ast meiri þátt í barna­upp­eldi og heim­il­is­haldi en a.m.k. feður þeirra gerðu alla jafna.
„Ég hef stund­um á til­finn­ing­unni að marg­ir karl­ar vilji ekki flagga sínu breytta hlut­verki mikið af ótta við að styggja þau 15% sem ekki hafa séð ástæðu til að breyta sín­um hátt­um. Kannski eru fyr­ir­mynd­ir þeirra ein­mitt í þeim hópi,“ sagði Ólaf­ur. Hann sagði að í hópi út­rás­ar­vík­inga hafi ekki þótt sniðugt að taka fæðing­ar­or­lof. Karl­ar sem störfuðu í árás­ar­gjörn­ustu vík­inga­fyr­ir­tækj­un­um hafi sagt að þrátt fyr­ir starfs­manna­stefnu sem kvað á um jafn­rétti hafi það aug­ljós­lega verið litið horn­auga að menn tækju sér þriggja mánaða frí frá auðsköp­un­inni til að sinna ann­ars kon­ar sköp­un.

Yf­ir­skrift er­ind­is­ins kvaðst Ólaf­ur hafa sótt í heiti bók­ar sem er í upp­á­haldi hjá syni hans og heit­ir „Sjó­ræn­ingj­ar skipta ekki um bleyj­ur“. Þar koma við sögu sjó­ræn­ingj­ar sem lýsa því yfir að þeir skipti ekki um bleyj­ur. Raun­ar reyn­ist nauðsyn­legt fyr­ir þá að að ann­ast bleyju­skipti til að leysa það verk­efni sem fyr­ir þá er sett. Ólaf­ur kvaðst vona að ís­lensk­ir karl­ar tækju svipaðan pól í hæðina varðandi það verk­efni sem við stönd­um nú öll frammi fyr­ir.

„Ef við hug­um ekki að jafn­rétti kynj­anna í því upp­bygg­ing­ar­starfi sem nú er að hefjast þá get­um við aft­ur lent úti í skurði,“ sagði Ólaf­ur. Hann taldi ljósa þörf fyr­ir sjón­ar­mið kvenna í stjórn­um fyr­ir­tækja, þ.e. ábyrgð, var­kárni og að gæta að hags­mun­um heild­ar­inn­ar. Ef þau sjón­ar­mið hefðu fengið að vega á móti áhættu­sækni, gróðafíkn og fífldirfsku út­rás­ar­vík­inga hefði ef til vill ekki farið eins og fór.


„Til að kon­ur kom­ist að í stjórn­un­ar­stöðum í fyr­ir­tækj­un­um, í póli­tík og í stjórn­sýslu þurfa karl­ar að gefa eitt­hvað eft­ir af pláss­inu og sömu­leiðis að axla ábyrgð á heim­il­is­hald­inu til jafns við kon­ur. Útrás kvenna í at­vinnu­líf og póli­tík er löngu haf­in. Inn­rás karl­anna á heim­il­in er miklu skemmra á veg kom­in. Hvor­ugt get­ur verið án hins,“ sagði Ólaf­ur.


Ný­leg­ar kann­an­ir Capacent sýna að hingað til hef­ur högg efna­hags­hruns­ins lent þyngra á körl­um en kon­um. Ólaf­ur sagði ástæðu til að spyrja hvort karl­ar sem misst hafa vinnu muni taka að sér heim­il­in eins og kon­ur í sömu spor­um myndu gera. Hann taldi að það verði auðveld­ara þegar 37 þúsund pabb­ar eru komn­ir með reynslu.


Ólafur Stephensen
Ólaf­ur Stephen­sen
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert