Mótmæla ákvörðun heilbrigðisráðherra

St. Jósefsspítali.
St. Jósefsspítali. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn 60+ Hafnarfirði mótmælir ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra um að leggja niður starfsemi St. Jósefsspítala í  núverandi mynd. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni.

„Enn fremur gerir stjórn 60 + alvarlegar athugasemdir  við þau gerræðislegu  vinnubrögð ráðherra að taka ákvarðanir um  veigamikla hagsmuni Hafnfirðinga  án samráðs við bæjaryfirvöld  Hafnarfjarðar.

Stjórn 60+ tekur heils hugar undir samhljóða mótmæli Öldungaráðs Hafnarfjarðar og Félags eldri borgara í Hafnarfirði og minnir jafnframt á að í Hafnarfirði hafa þegar verið lögð drög að heildrænni þjónustu við eldri borgara í Hafnarfirði sem meðal annars byggir á skýrslu Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins frá árinu 2006 og sem unnin var í samráði við Hafnfirðinga,“ segir í ályktun frá stjórninni.

60+ er félag eldri borgara í Samfylkingunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert