NATO-ráðstefna um öryggi á norðurslóðum

Jaap de Hoop Scheffer mun ávarpa ráðstefnu NATO og Íslands …
Jaap de Hoop Scheffer mun ávarpa ráðstefnu NATO og Íslands um öryggi á norðurslóðum. Reuters

Ráðstefna um ör­ygg­is­mál á norður­slóðum á veg­um Atlants­hafs­banda­lags­ins og ís­lenskra stjórn­valda verður hald­in í Reykja­vík í lok janú­ar. Meðal ráðstefnu­gesta verða Jaap de Hoop Schef­fer, fram­kvæmda­stjóri NATO og John Craddock, hers­höfðingi og yf­ir­maður herafla NATO í Evr­ópu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá NATO þurfa ör­ygg­is­mál á norður­slóðum ná­kvæmr­ar skoðunar við. Þar eigi sér stað mikl­ar breyt­ing­ar, sem muni hafa víðtæk áhrif á alþjóðavett­vangi og séu mik­il­væg­ar þegar lagt er mat á stöðu ör­ygg­is­mála inn­an NATO.

Bráðnum íss á heim­skauta­svæðum og tækni­fram­far­ir muni gera orku­lind­ir þar aðgengi­legri. Á sama tíma opn­ist nýj­ar skipaleiðir, sem gætu haft gríðarleg áhrif á sam­göng­ur í heim­in­um. Mörg ríki eigi hags­muna að gæta á þessu svæði og hafi eflt her­styrk sinn þar.

Bæði Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, munu ávarpa ráðstefn­una. Þá munu Jon­as Gahr Støre, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, og Søren Gade, varn­ar­málaráðherra Dan­merk­ur, verða meðal ræðumanna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert