Síminn harmar aðgerðir Vodafone

Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans,  segir  fullyrðingar upplýsingafulltrúa Vodafone um að Síminn hafi ekki farið að úrskurði Samkeppniseftirlitsins óskiljanlegar þar sem Vodafone og aðrir endursöluaðilar fái ADSL þjónustu Símans á sama verði og boðin sé smásölu hjá Símanum. Þá segir hún Símann harma þá einhliða ákvörðun Vodafone að bjóða ekki viðskiptavinum fyrirtækisins upp á Sjónvarp Símans frá 20 janúar.

„Afstaða Símans er einfaldlega sú að neytendur eigi að fá að velja. Það er alfarið ákvörðun Vodafone að viðskiptavinir þeirra fái ekki notið Sjónvarps Símans frá og með 20. Janúar, heldur séu þvingaðir til að skipta yfir til þeirra," segir í yfirlýsingu Margrétar vegna málsins. „Neytendur hafa kunnað afar vel að meta þá þjónustu og þær nýjungar sem Sjónvarp Símans hefur boðið upp á og hefur viðskiptavinum fjölgað jafnt og þétt."

Þá segir hún aðgerðir Vodafone sérkennilega leið í samkeppni sem augjóslega þjóni ekki hagsmunum neytenda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert