Allt lið slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á fjórða tímanum að Klapparstíg 17 í miðborginni. Litlar upplýsingar er enn að fá en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er um stórbruna að ræða og um 100 slökkviliðsmenn verið kallaðir út. Um íbúðarhús er að ræða.
Slökkviliðið vinnur nú að því að verja hús við hliðina á því sem kviknaði í með því að sprauta froðu og vatni á veggi þeirra. Mikill eldur er í húsinu og hafa rúður í húsinu á móti sprungið.