Guðmundur Jóhannsson er hættur sem sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit. Starfsflokin eru að frumkvæði sveitarfélagsins, en aðeins eru átta mánuðir síðan Guðmundur kom til starfa. Arnar Árnason oddviti og Stefán Árnason skrifstofustjóri munu sinna störfum sveitarstjóra.
Arnar vildi ekki gefa upp ástæður þess að Guðmundur hættir, en upplýsti að á sveitarstjórnarfundi í gærkvöldi hefði sér verið falið að gera starfslokasamning við Guðmund.
Guðmundur Jóhannsson tók við starfi sveitarstjóra 15. maí í fyrra. Forveri hans, Bjarni Kristjánsson, gegndi starfinu í tíu ár.