Vill kvótann á markað

Karl V. Matthíasson, varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis.
Karl V. Matthíasson, varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis. mbl.is/Friðrik

Karl V. Matth­ías­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og vara­formaður sjáv­ar­út­vegs­nefnd­ar Alþing­is, kveðst harma að tæki­færið hafi ekki verið notað til að setja fisk­veiðiheim­ild­ir á markað um leið og þorskkvót­inn var auk­inn um 30 þúsund tonn.

Ein­ar K. Guðfinns­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra gaf í morg­un út reglu­gerð um að heild­arafla­mark yrði 160 þúsund tonn á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári í stað 130 þúsund tonna eins og áður hafði verið ákveðið.

„Ég fagna því að gef­in hafi verið heim­ild fyr­ir aukn­um veiðum. Það er bæði í anda við niður­stöðu haustr­alls­ins og all­ar þær vís­bend­ing­ar sem sjó­menn hafa gefið um afla. Hins veg­ar harma ég að þetta hafi ekki verið sett á markað til þess að þjóðin fengi pen­inga fyr­ir að selja aðgang að auðlind sinni, sér­stak­lega í ljósi þeirra aðstæðna sem við búum við núna,“ seg­ir Karl.

Talsmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í mála­flokkn­um seg­ir þetta end­ur­spegla það sem menn séu að upp­lifa í sam­fé­lag­inu um þess­ar mund­ir. „Það eru tekn­ar mjög af­drifa­rík­ar ákv­arðanir án þess að tala við kóng né prest og allra síst við Alþingi. Þetta er frá­leitt.“

Karl bend­ir einnig á að stjórn­völd hér ræði um mann­rétt­inda­brot víða um heim. „Á okk­ur ligg­ur hins veg­ar úr­sk­urður mann­rétt­inda­dóm­stóls Sam­einuðu þjóðanna um að fram­kvæmd laga um stjórn fisk­veiða á Íslandi brjóti í bága við mann­rétt­indi og at­vinnu­frelsi. Þarna hefði verið kjörið tæki­færi til þess að breyta rétt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert