Tveir bræður í Grindavík, sem eru 10 og 17 ára, slösuðust þegar þeir voru að útbúa heimatilbúna sprengju inni herbergi eldri drengsins. Bræðurnir voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík.
Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning kl. 18:34 að sprenging hefði orðið í heimahúsi í bænum.
Að sögn lögreglu hlaut eldri drengurinn áverka á upphandlegg auk þess sem hann var með sjóntruflanir. Yngri drengurinn kvartaði hins vegar undan brjóstverk.
Rúða í herberginu brotnaði við sprenginguna.