5.000 börn lögð í einelti

Sviðsett mynd af einelti
Sviðsett mynd af einelti mbl.is

Líta þarf hvert einasta eineltismál alvarlegum augum og vakni grunur um einelti ber strax að setja málið í ákveðinn farveg að mati Þorláks H. Helgasonar, framkvæmdastjóra Olweus-áætlunarinnar á Íslandi. „Þetta eru erfið mál,“ segir hann. „Á Íslandi eru 5.000 börn sem eru lögð í einelti og þá tölu má margfalda með öllum foreldrunum og skólunum sem líða fyrir eineltið.“

Þorlákur segir alltaf eitthvað um að þolendur eða aðstandendur hafi beint sambandi við sig, en Þorlákur kom að máli Hólmfríðar Guðlaugar Einarsdóttir sem rætt var við í blaðinu í gær. Hólmfríður bloggar nú um níu ára einelti sem hún varð fyrir í Varmárskóla og lauk ekki fyrr en hún skipti um skóla. Saga hennar vakti mikla athygli og fékk viðtal hennar um 30.000 flettingar á mbl.is í gær, auk þess sem rúmlega 10.000 innlit voru á bloggsíðu Hólmfríðar.

Í þeim skólum sem taka þátt í Olweus-verkefninu hér á landi er einelti í 4.-10. bekk nú að meðaltali 8%. Breiddin er þó gífurleg og mælist eineltið sumstaðar 2.-4% á meðan annars staðar fer það upp í 11-12%. Þorlákur segir niðurstöður fyrir síðasta ár þó benda til þess að einelti sé að aukast í sumum skólum. „Í þeim skólum í Reykjavík sem byrjuðu með áætlunina þegar við fórum af stað 2002 mældist einelti hjá strákum í 10. bekk hins vegar ekki nema 1,8% árið 2007 og það held ég að sé heimsmet,“ segir Þorlákur.

Munu yfirfara viðbrögð við eineltismálum

„Varmárskóli og skólayfirvöld í Mosfellsbæ munu hér eftir sem hingað til leggja sitt af mörkum til að styðja við nemendur í Mosfellsbæ vegna þeirra erfiðleika sem þeir glíma við hverju sinni. Enginn er þó óskeikull og mikilvægt fyrir gott skólastarf að læra af reynslu einstaklinga og stofnunar. Varmárskóli mun því yfirfara markmið og verkferla í viðbrögðum við eineltismálum að gefnu tilefni,“ segir í yfirlýsingunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert