Komist Framsóknarflokkurinn í ríkisstjórn á formaður hans að leitast eftir því að taka sæti forseta Alþingis. Þetta sagði Páll Magnússon, einn formannsframbjóðenda flokksins, og benti á að Alþingi væri alltof veikt gagnvart framkvæmdavaldinu. Ráðherrar gíni yfir öllu. Almenningur kjósi hins vegar fulltrúa á löggjafarvaldið en ekki ráðherra. Framsóknarflokkurinn eigi að taka sér það hlutverk að endurvekja þingið og formaðurinn að sinna því frekar en að stýra fagurráðuneyti.