Geir: Árið 2009 verður mjög erfitt

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að árið í ár verði mjög erfitt, í viðtali við sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins þar sem fjallað er tím­ann sem liðinn er frá hruni bank­anna. „Rík­is­kerfið greip því miður ekki inn í óhóf­lega stækk­un banka­kerf­is­ins, það er hið gremju­lega í þessu máli."

Ef vel geng­ur verður árið 2010 auðveld­ara

„Við höf­um ekki dregið dul á það að árið 2009 verður mjög erfitt. Ef vel geng­ur gæti árið 2010 orðið auðveld­ara, sér­stak­lega þegar líður fram á árið. Þetta fer mikið eft­ir því hver þró­un­in verður í al­heims­bú­skapn­um. Það er ekki okk­ur í hag að öðrum gangi illa. Gríðarleg­ir erfiðleik­ar eru framund­an víða um lönd," seg­ir Geir og nefn­ir banka­kerfið í Bretlandi sem dæmi.

Þar hafi gíf­ur­leg­um fjár­hæðum verið dælt inn í bank­ana án þess að það hafi haft mikið að segja. Nýr for­seti Banda­ríkj­anna, Obama, hafi jafn­framt kynnt um­fangs­mikl­ar áætlan­ir til að örva hag­kerfið og á meg­in­landi Evr­ópu sé stöðugt verið að grípa inn í hjá bönk­un­um."

Vor­um ekki fær um að bjarga kerf­inu

„Þetta er ekk­ert venju­legt ástand. Þegar þetta skall á okk­ur hér í sept­em­ber af full­um þunga þá voru okk­ar fjár­mála­stofn­an­ir ekki und­ir það bún­ar. Meðal ann­ars vegna þess að þær höfðu hegðað sér gá­leys­is­lega, tekið mikla áhættu og ekki sýnt þá ábyrgð sem þarf í þess­ari starf­semi. Rík­is­kerfið greip því miður ekki inn í óhóf­lega stækk­un banka­kerf­is­ins, það er hið gremju­lega í þessu máli, ekki að við skyld­um hafa verið með opið banka­kerfi og allt sem því fylgdi á evr­ópska efna­hags­svæðinu.

Það var í sjálfu sér eðli­legt og ekki hægt að kenna þeirri stefnu um, enda bætti hún lífs­kjör­in hér stór­lega í mörg ár. En þarna ætluðu menn sér um of, og því voru menn óviðbún­ir þegar fjár­mála­óviðrið skall á okk­ur. Þegar þarna var komið sögu, um mánaðamót­in sept­em­ber-októ­ber, var staðan sú að við vor­um ekki fær um að bjarga þessu kerfi.

Ekki bætti svo úr skák hvernig Bret­ar höguðu sér, bæði með beit­ingu hryðju­verka­lag­anna og hvernig starf­semi Kaupþings í Bretlandi var tek­in yfir, sem að stofni til var 100 ára gam­all bresk­ur banki. Sú staða kom okk­ur ger­sam­lega í opna skjöldu, við töld­um að Kaupþing myndi lifa þetta af, al­veg fram á síðustu stundu," seg­ir Geir í ít­ar­legri um­fjöll­un Morg­un­blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert