Guðni Ágústsson heiðraður

Guðni Ágústsson sagði nýjan sáttatón í þinginu.
Guðni Ágústsson sagði nýjan sáttatón í þinginu. Sverrir Vilhelmsson

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, var heiðraður sérstaklega á þingi flokksins. Var Guðna ákaft fagnað á þinginu þar sem troðfullt var út úr dyrum.  

Það var Valgerður Sverrisdóttir sem heiðraði Guðna og þakkaði honum, að sögn Ríkisútvarpsins, góð og óeigingjörn störf fyrir flokkinn en þau Valgerður og Guðni tóku bæði sæti á Alþingi árið 1987. 

Í þakkaræðu sinni sagðist Guðni finna nýjan sáttatón á þinginu. Ísland hefði hrunið á vakt Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórnin ætti að fara frá og nú væri komið að Framsóknarflokknum.

Þá hlaut ABC hjálparstarf bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert