Nýjar raddir á Austurvelli munu nýta sinn lýðræðislega rétt til
tjáningarfrelsis og mæta með ræðupall á Austurvöll kl. 15:15, segir í fréttatilkynningu. Umræðan opnar með stuttu ávarpi og síðan verður orðið gefið laust eins lengi og tími leyfir.
Skorað er á fólk úr öllum flokkum og stigum þjóðfélagsins að mæta
og ávarpa fundinn. Nýjar raddir á Austurvelli tengjast hvorki Herði Torfasyni né Vinstri grænum, en fólki úr þeirra röðum er að sjálfsögðu einnig
velkomið að tjá sig á þeim ræðupalli lýðræðis og tjáningarfrelsis, segir í tilkynningunni.