Birgir Páll Marteinsson situr í fangelsinu á Litla-Hrauni. Hann hefur verið þar frá því í júní á síðasta ári, eftir að hafa hlotið sjö ára dóm í Færeyjum fyrir aðild sína að fíkniefnamáli, svokölluðu Pólstjörnumáli. Hann var dæmdur fyrir að hafa 1,7 kíló af amfetamíni og e-pilludufti í fórum sínum, en efnið hafði gamall skólafélagi hans og vinur, Baddi, skilið eftir hjá honum í Færeyjum.
Sat í einungrun mánuðum saman
Baddi hélt siglingu sinni áfram og var handtekinn þegar hann og félagi hans lögðu að landi á Fáskrúðsfirði. Sama dag var Birgir Páll handtekinn í Færeyjum. Í bílnum hans voru kílóin tvö. Birgir Páll sat í eingrun í Færeyjum svo mánuðum skipti, lengur en nokkur maður hefur áður gert þar í landi.
Hann er mjög ósáttur við framgöngu saksóknarans, Lindu Hesselberg, sem hann segir hafa viljað gera sig að helsta höfuðpaur málsins, þótt hún hafi vitað betur. Þá hafi verjandinn ekki staðið sig sem skyldi. Hann hafi virst óttast saksóknarann og ekki hirt um að benda á hversu skakkur málflutningurinn var.
Hann hafi fengið mjög þungan dóm fyrir þau mistök að bregðast vel við beiðni vinar, að því er fram kemur í viðtali við Birgi í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.