Yfirmanni lagnadeildar BYKO hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um brot í starfi. Forstjóri BYKO staðfesti það í samtali við blaðamann, og einnig að mál starfsmannsins væru til rannsóknar hjá tollstjóra. Engum öðrum hefur verið sagt upp vegna málsins.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins leikur grunur á að maðurinn hafi staðið að stórfelldu smygli á áfengi með vörum frá Lettlandi. Er um gríðarlega mikið magn að ræða og hafa brot mannsins staðið yfir í á annað ár.
„Þetta er mál sem við þóttumst komast að fyrr í vikunni og höfðum þá strax samband við tollstjóra. Það var gert þar sem gámar fyrirtækisins voru misnotaðir,“ segir Sigurður E. Ragnarsson, forstjóri BYKO.