Stórfellt smygl með vörum

Gámar í Sundahöfn - myndin tengist ekki texta fréttarinnar.
Gámar í Sundahöfn - myndin tengist ekki texta fréttarinnar. mbl.is/Golli

Yf­ir­manni lagna­deild­ar BYKO hef­ur verið sagt upp störf­um vegna gruns um brot í starfi. For­stjóri BYKO staðfesti það í sam­tali við blaðamann, og einnig að mál starfs­manns­ins væru til rann­sókn­ar hjá toll­stjóra. Eng­um öðrum hef­ur verið sagt upp vegna máls­ins.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins leik­ur grun­ur á að maður­inn hafi staðið að stór­felldu smygli á áfengi með vör­um frá Lett­landi. Er um gríðarlega mikið magn að ræða og hafa brot manns­ins staðið yfir í á annað ár.

„Þetta er mál sem við þótt­umst kom­ast að fyrr í vik­unni og höfðum þá strax sam­band við toll­stjóra. Það var gert þar sem gám­ar fyr­ir­tæk­is­ins voru mis­notaðir,“ seg­ir Sig­urður E. Ragn­ars­son, for­stjóri BYKO.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert