Spurningar dynja á frambjóðendum

For­manns­fram­bjóðend­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins for­dæma all­ir aðgerðir Ísra­ela á Gaza. Nú dynja á þeim spurn­ing­ar frá full­trú­um og gest­um flokksþing­inu en á morg­un verður gengið til at­kvæða.

Spurt var í hvaða stjórn­um í fé­lög­um og fyr­ir­tækj­um fram­bjóðend­urn­ir ættu sæti í. Páll Magnús­son á sæti í stjórn Lands­virkj­un­ar en sagðist eng­in önn­ur tengsl hafa við fyr­ir­tækið. Hann hefði verið al­veg laus við að kaupa hluta­bréf í gegn­um tíðina. Ætti ekk­ert og hefði engu tapað.
Hösk­uld­ur Þór Þór­halls­son sagðist ekki sitja í stjórn neinna fyr­ir­tækja en að hann væri í stjórn stétt­ar­fé­lags lög­fræðinga.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son sagðist aðeins sitja í stjórn eins fyr­ir­tæk­is, með það eina hlut­verk að fram­leiða heim­ilda­mynd sem hann vann að. Þar hafi eng­ir fund­ir verið haldið og fé­lagið hvorki með tekj­ur né gjöld.
Jón Vig­fús Guðjóns­son sagðist held­ur ekki eiga sæti í nein­um stjórn­um.

Fram­bjóðend­urn­ir voru spurðir hver væri þeirra óska rík­is­stjórn. Bæði Sig­mund­ur Davíð og Hösk­uld­ur sögðu tíma á að hvíla Sjálf­stæðis­flokk­inn. Jón Vig­fús sagði hrein­an meiri­hluta Fram­sókn­ar vera óska­rík­is­stjórn­ina en þar sem það væri ekki mjög lík­legt yrði að leita fyrst til nú­ver­andi stjórn­ar­and­stöðu. Páll sagði að þess­ari spurn­ingu væri erfitt að svara. Efna ætti til sam­starfs við þá flokka sem væru lík­leg­ir til að vinna að mál­um Fram­sókn­ar.

Í fram­söguræðum voru all­ir á því að Fram­sókn gengi nú til móts við nýja tíma og lítið var gefið fyr­ir dugnað rík­is­stjórn­ar­inn­ar á síðustu dög­um.

Hösk­uld­ur sagði flokk­inn aldrei hafa misst sjón­ar á hlut­verki sínu og að það myndi hann aldrei gera. „Nú sem aldrei fyrr þarf þjóðin á virki­lega öfl­ug­um og djörf­um Framókn­ar­flokki að halda,“ sagði Hösk­uld­ur og tók mjög ein­dregna af­stöðu gegn mat­væla­frum­varpi ESB. Ísland ætti að hafna því. Það væri vel leyfi­legt sam­kvæmt ESB og EES-samn­ingn­um.

Jó­hann Vig­fús lagði áherslu á grasrót flokks­ins og sagðist eng­um vera háður. Páll sagði at­vinnu­stefnu Fram­sókn­ar hafa markað hon­um trú­verðug­leika og að á þeim grunni yrði brot­ist til nýrr­ar sókn­ar.

Sig­mund­ur Davíð sagði rök­leysu komm­ún­isma og frjáls­hyggju hafa af­hjúpað sig með af­ger­andi hætti. Fram­sókn yrði að koma að upp­bygg­ingu þjóðfé­lags­ins. Flokk­inn skorti traust. Hann hafi verið myndaður um heiðarleika og sam­vinnu en væri nú stimplaður sem flokk­ur sér­hags­muna og spill­ing­ar. Ekki mætti eyða allri orku í að ræða hvort það væri sann­gjarnt held­ur miklu frem­ur skapa flokkn­um traust að nýju.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert