Umferðaróhöpp við Selfoss

Ökumen eru hvattir til að fara varlega í hálkunni.
Ökumen eru hvattir til að fara varlega í hálkunni.

Þrjú umferðaróhöpp sem rekja má til hálku urðu í nágrenni Selfoss frá því um kaffileytið í dag  og hvetur lögreglan á Selfossi ökumenn til að fara varlega þar sem að hálka sé mikil.

Árekstur varð á mótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabraut um þrjúleitið í dag og skemmdist annar bíllinn töluvert.

Um hálfsexleytið fór bíll síðan út í skurð hjá Biskupstungnabraut við Svínavatn og um sex leitið valt jeppi við Kögunarhól.

Engin meiðsl urðu á fólki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert